Ingibjörg Sólrún sparar

Til stendur að skera niður í starfsemi utanríkiráðuneytisins fyrir um 2,2 milljarða króna. Ráðgert er að loka fjórum sendiskrifstofum og draga saman í varnartengdum verkefnum og þróunaraðstoð. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Utanríkisráðuneytið, sem er fyrst ráðuneyta til að tilkynna um aðhaldsaðgerðir, hyggst skera niður í varnartengdum verkefnum sem eru aðallega á sviði Varnarmálastofnunar og í þróunarsamvinnu. Varnarmálastofnun var stofnuð fyrr á þessu ári og tók til starfa í sumar.

Óljóst er hvaða sendiskrifstofum verður lokað. Einnig eru boðaðar skipulagsbreytingar og hagræðing innan ráðuneytisins.(visir.is)

Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi og spara.Væntanlega fylgja önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir fast á eftir.Þá þarf einnig að skera niður laun æðstu embættismanna.Ættu þau að  hámarki að vera 800 þús. á mánuði og það gildir að sjálfsögðu um bankastjóra ríkisbankanna einnig.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnaðarmenn mega ekki fara sömu spillingarleið og Dabbi fór sem utanríkisráðherra.  Skipa vini sína sendiherra.  Riðja verður foringum sem hegða sér ósæmilega burt.  Það er spurning hvort ráðast eigi fyrst á þrónunaraðstoðina.  Burt með forréttindar og eftirlauna misréttis foringja.

Rúnar (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband