Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Sláum skjaldborg um Íbúðalánasjóð
Kæra bankanna á hendur Íbúðalánasjóði, sem er til meðferðar hjá ESA Eftirlitstofnun EFTA, verður ekki dregin til baka. ESA ber að ljúka málinu. Þetta kom fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar þingamanns Vinstri grænna á Alþingi í dag. Þingmaðurinn var óánægður með þessi svör ráðherra, aðstæður nú væru gjörbreyttar eftir hrun bankanna. Krafðist hann þess að kæran yrði dregin til baka.(ruv.is)
Ég tel,að ríkisbankarnir ættu að draga kæruna til baka. Aðstæður eru gerbreyttar og ljóst,að það er í þágu almennings,að Íbúðalánasjóður verði efldur sem mest.Við megum nú þakka fyrir,að Íbúðalánasjóður var ekki markaðsvæddur eins og bankarnir og margir sjálfstæðismenn vildu.Við værum illa stodd ef íbúðalánasjóður hefði horfið inn í einkabankana.Við þurfum að slá skjaldborg um sjóðinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi kæra er dökkur minnisvarði um græðgina og hrokann, sem hér réði ríkjum og varð okkur að falli óviljugum af því að stjórnmálamenn landsins eru slíkir hryggleysingja að hvergi finnst samanburður.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.