Björgólfur segir eignir Icesave duga

Skuldir vegna Icesave munu ekki lenda á þjóðinni, eignir Landsbankans duga fyrir þeim. Þetta fullyrti Björgólfur Guðmundsson í Kastljósi í kvöld. Hann segir neyðarlögin hafa gert útslagið um hvernig fór, það hafi hvergi verið gert nema hér á landi.

Björgólfur sagðist telja að eignir Landsbankans í Bretlandi væru töluvert meiri en skuldir Icesave ef Bretar myndu aflétta frystingu á eignunum. Björgólfur sagði deiluna fyrst og fremst hafa snúist um setningu neyðarlaganna, Landsbankinn hafi ekki átt neitt bakland í Seðlabankanum þar sem ekki var til gjaldeyrir. Hann segist ekki skorast undan ábyrgð en kennir um forystuleysi yfirvalda.

Björgólfur sagði yfirlýsingu Davíðs Oddsonar um að ekki væri ætlunin að borga skuldir óreiðumanna  einsdæmi í heiminum. Um eigin stöðu í dag sagði Björgólfur lítið vita. Hann hafi átt mikið en skuldi nú miklar upphæðir og viti ekki hvorum megin striksins hann muni lenda eftir uppgjör.(ruv.is)

Upplýsingar Björgólfs um að eignir Landsbankans dugi fyrir icesave innstæðum koma heim og saman við yfirlýsingu forsætisráðherra  á blaðamannafundi skömmu eftir að neyðarlögin voru sett.Þær koma einnig heim og saman við upplýsingar á heimasíðu Landsbankans um eignir bankans.Var deilan við Breta um Icesafe þá ef til vill óþörf allan tímann. Spurningin er aðeins sú hvað  sú ráðstöfun Breta að kyrrsetja eignir íslensku bankanna með hryðjuverkalögum hefur rýrt eignirnar mikið í verði. Það þarf að fara í skaðabóamál við Breta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aðdáunarvert var að sjá Björgúlf Guðmundsson í Kastljósi í gærkveldi. Það var niðurbrotinn maður sem þar var fyrir svörum. Það er ekki létt verk að vera í sporum hans en því miður eru allt of margir Íslendingar sem hafa einnig tapað miklu og hugsa ekkert fagurt til útrásarmannanna.

Nú sýtum við þess að hafa ekki farið varlegar að ráði okkar. Meðan allt var í góðu gengi, miklar framkvæmdir, gríðarlegt fjárstreymi til landsins þá voru alltof margir sem reistu sér hurðarás um öxl. Í stað þess að fara hægar í sakirnar þá var fjárfest of mikið. Bankarnir hafa t.d. tapað mjög miklum fjármunum á Norðurlöndunum vegna hóflausra fjárfestinga. Lítið hefur fengist til baka t.d. af bönkum í Noregi og Svíþjóð, um 10-13% af upphaflegu kaupverði. Það er allt of lítið. Fyrirtæki hafa orðið gjalþroti að bráð, t.d. flugfélagið Sterling sem bankarnir hafa að miklu leyti lagt til mikla fjármuni. Og síðan eru þessir innlánsreikningar á Bretlandi og í Hollandi.

Margir Íslendingar hafa litið upp til Einars Benediktssonar sem athafnaskálds. Sennilega hefur hann verið fyrirmynd margra athafnamanna. En sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Einar var ýmist flugríkur og vissi þá ekki gjörla hversu mikið fé hann hafði undir höndum. Eða hann var sem beiningarmaður og jafnvel hafði ekki nóg til viðurværis.

Athafnaskáldin okkar eru í svipaðri stöðu en vonandi þarf enginn að svelta eftir þessar hremmingar. Við getum sætt okkur við að hafa gott vatn, nægu orku fyrir okkur og fagurt land sem við þurfum að rækta betur. Þa eru í landinu stöndug fyrirtæki sem skapa okkur auð, einkum þau sem byggja afkomu sína á svonefndum náttúrulegum arði. Það voru hins vegar fyrirtækin sem byggðu afkomu sína á borgaralegum arði sem brugðust.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband