Föstudagur, 14. nóvember 2008
Icesave deilan að leysast?
Hún segir að mikilvægt að Ísland nái tökum á þeim eignum sem hafa verið frystar í Bretlandi og gera sér mat úr þeim. Þessari milliríkjadeilu verður að ljúka, segir Ingibjörg Sólrún.
Búið er að boða til blaðamannafundar kl. 16 í dag. Við erum með mörg mál í gangi samtímis eins og hefur verið í þessu undanfarnar vikur. Það er er að greiðast aðeins úr þessu, finnst mér. Eitt mál í einu að leysast, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að ríkisstjórnin geri sér vonir um að skuldir vegna Icesave-reikninga bankans lendi ekki á íslensku þjóðinni því að eignir bankanna standi algjörlega undir því, segir Björgvin og bætir við að það sé ekki hægt að fullyrða um slíkt að svo stöddu. Það verði ekki hægt fyrr en eignamatið liggi fyrir. Það mun taka ákveðinn tíma að lenda því, en flestir bendir til þess, já, að það geri það.(mbl.is)
Það hefði verið unnt að leysa deiluna við Breta og Hollendinga fyrir löngu með því að fallast á kröfu þeirra um að greiða rúmar 20 þús. evrur á hvern Ice safe reikning( hverja kennitölu). En Íslendingar töldu sér ekki skylt að greiða svo mikið.Fremstu lögfræðingar Íslands tölu nóg að greiða sem svaraði tryggingasjóði innstæðna.Nú slakar Ísland á og þá leysist deilan væntanlega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.