Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Verður Valgerður foringinn?
Nú er rætt um það hver verði framtíðarforingi Framsóknar,þegar Guðni er hættur.Valgerður er orðin formaður fram að flokksþingi.Spurning er hvort hún býður sig fram og vill verða framtíðarforingi Framsóknar eða hvort einhver yngri maður tekur við keflinu.Valgerður er öflugur stjórnmálamaður og hefur staðið sig vel í stjórnarandstöðunni.En hún hefur blett á sér vegna einkavæðingarinnar. Hún var bankamálaráðherra þegar einkavæðingin var ákveðin og margir telja,að einkavæðingin sé upphaf ófaranna í bankakerfinu.Þess vegna væri ef til vill betra fyrir framsókn að fá nýjan ungan mann til þess að taka við flokknum.Hver á það að vera: Bjön Ingi Hrafnsson eða Páll Magnússon? Báðir eru frambærilegir. Sif er einnig góður kostur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.