Jón Ásgeir og Kolkrabbinn

Frá því að bankahrunið skall á hefur Jón Ásgeir Jóhannesson  verið undir stöðugri skothríð í fjölmiðlum,m.a. í Morgunblaðinu.Maður gæti haldið,að Jón Ásgeir hefði einn staðið í útrásinni.Hvers vegna beina fjölmiðlar spjótum sínum fyrst  og fremst að Jón Ásgeiri en láta aðra útrásarvíkina í friði.Skýringar á þessu eru nokkrar. Sennilega á Egill Helgason verðlauna sjónvarpsmaður stóran þátt í þessu,þar eð hann réðist með offorsi að Jóni Ásgeiri í þætti sínum og kenndi honum um bankahrunið og spurði hvort hann ætlaði að borga og  fara að vinna á ný sem óbreyttur starfsmaður. Egill hefur ekki rætt svona við Björgólf eða Bakkabræður.Einnig var með 6 ára málaferlum gegn Baugi  búið að gefa skotleyfi á Jón Ásgeir.

Undanfarið hefur verið rætt mikið um það í Morgunblaðinu hvað Jón Ásgeir skuldi mikið í bönkunum.Það eru nefndar stórar tölur í þessu sambandi og er þá verið að tala um skuldir ýmissa fyrirtækja sem Jón á í svo sem Baug og mörg önnur. Jón Ásgeir á hlut í þessum fyrirtækjum,misjafnlega stóran en hann er samt talinn skulda allt,það sem þessi fyrirtæki skulda.Hvers vegna er ekki birt það,sem aðrir stóreignamenn  og skuldarar skulda i bönkunum.

Ég minnist þess ekki þegar Kolkrabbinn átti öll helstu fyrirtæki landsins,að fjölmiðlar væru að birta skuldir helstu eignamanna Kolkrabbans.Það var ekkert minnst á skuldir þessara aðila í bönkunum. Það var hins vegar rætt mikið um skuldir Sambands íslenskra samvinnufélaga.

Ég taldi að vísu,að  útrásarvíkingarnir  hefðu fyrst og fremst fjármagnað útrásina,kaup fyrirtækja erlendis, með  lántökum erlendis  og kom á óvart að  þeir hefðu tekið mikil lán hér heima. En ég kenni bönkunum um þetta fyrst og fremst.Bankastjórarnir áttu að gæta þess að lána ekki einstökum aðilum of mikið. Þeir hafa gætt þess vel þegar almenningur hefur átt í hlut.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband