Geir hlýddi Seðlabankanum

Geir Haarde forsætisráðherra segir það rétt að Seðlabankinn hafi varað stjórnvöld við slæmri stöðu bankakerfisins í febrúar. Hann segist þó ekki muna annað en að það sem Seðlabankinn lagði til, hafi verið hrint í framkvæmd. Geir segir að stjórnvöld og seðlabankastjórar hafi fundað og í framhaldi af því hefðu stjórnvöld fundað með bankastjórum annara banka. Á þeim fundum hefði hins vegar komið fram að staðan væri betri en hún raunverulega var.(ruv.is)

Það er ljóst,að engin þykist bera neina ábyrgð. En hið rétta er að allir bera ábyrgð,Fjármálaeftirlit,Seðlabanki og ríkisstjórn. Auðvitað áttu ekki Seðlabanki og ríkisstjórn   að láta bankana  segja sér  hvernig staða bankanna væri.Staðan kom fram í uppgjöri banka.Þó bankarnir segðu,að lausafjárstaðan væri í lagi voru skuldir bankanna erlendis orðnar margfaldar  af því sem ásættanlegt var.Allir þessir aðilar áttu að taka í taumana. Ekki var nóg að bankastjórn Seðlabankans mælti varnaðarorð. Seðlabankinn atti að beita þeim úrræðum sem bankinn hafði og Fjármálaeftirlitið átti að taka í taumana. Sú stofnun virðist hafa verið gagnslaus

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband