Stjórntækin eru í Seðlabankanum

Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir þau stjórntæki sem hafa þurfti til að bregðast við stöðu bankanna vera til í Seðlabankanum.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór í ræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs í morgun yfir bankahrunið og sagði ríkisstjórnina, Fjármálaeftirlitð og bankana ekki hafa sinnt ítrekuðum viðvörunum Seðlabankans. Davíð sagði einnig að Seðlabankinn hefði ekki haft þau þau úrræði í bankaeftirliti sem til hefði þurft heldur Fjármálaeftirlitið. Bankinn hefði til að mynda ekki getað stöðvað stofnun útibúa í útlöndum á vegum viðskiptabankanna.

Yngvi Örn, sem tók þátt í pallborði á fundinum í morgun, bendir á að fundurinn hafi snúist um úrlausn fjármálakreppunnar en ræða bankastjóra Seðlabankans hafi mest snúist um aðdragandann og hverjir bæru ábyrgð á stöðunni. Á henni virtust allir aðrir bera ábyrgð en Seðlabankinn.

„Eitt af því sem ég benti á er að Seðlabankinn er birgur af stjórntækjum sem hefði mátt beita til að bregðast við stöðu bankanna. Seðlabankinn getur stjórnað bindiskyldu bankanna og hann hafði heimild til þess að setja á þá lausafjárreglur þannig að þeir legðu meira til hliðar af lánum til þess að mæta hugsanlegum erfiðleikum. Stjórntækin eru hvergi betri en í Seðlabankanum," segir Yngvi.

Um lausnir í yfirstandandi kreppu segir Yngvi að þær liggi á borðinu. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafi óskað eftir aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar liggi fyrir efnahagsáætlun til næstu þriggja ára. „Það er ekki um annað að ræða en að fylkja sér á bak við hana," segir Yngvi. Næstu verkefni séu að koma krónunni í lag og bregðast við vanda fyrirtækja og heimila. (visir.is)

Ég er sammála Yngva.Stjórntækin   eru fyrir hendi í Seðlabankanum og nægar lagaheimildir fyrir bankann til þess að taka í taumana.En ekkert var gert.

 

Björgvin Guðmundssonl

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 identicon

    Lög Fjármálaeftirlitsin, mér sýnist vera frekar hérna megin þar sem menn hafa brugðist.

    Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

    1998 nr. 87 16. júní.

    I. kafli. Markmið og gildissvið.

    1. gr. Markmið og skilgreiningar.

    Markmið laga þessara er að stuðla að því að fjármálastarfsemi sem lög þessi taka til sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem hverju sinni gilda um starfsemina.

    Með fjármálastarfsemi er í lögum þessum átt við hvers konar starfsemi fyrirtækja, stofnana og annarra aðila sem tilgreindir eru í 2. gr.

    Með eftirlitsskyldum aðilum er í lögum þessum átt við aðila sem eftirlit Fjármálaeftirlits tekur til skv. 2. gr.

    2. gr. Eftirlitsskyld starfsemi.

    Eftirlit samkvæmt þessum lögum tekur til starfsemi eftirtalinna aðila:

    1. viðskiptabanka og sparisjóða,

    2. lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða,

    [3. rafeyrisfyrirtækja, skv. 1. og 2. gr. laga um rafeyrisfyrirtæki],1)

    [4. ]1) vátryggingafélaga,

    [5. ]1) félaga og einstaklinga sem stunda vátryggingamiðlun,

    [6. ]1) fyrirtækja í verðbréfaþjónustu,

    [7. ]1) verðbréfasjóða og rekstrarfélaga verðbréfasjóða,

    [8. ]1) [kauphalla, skipulagðra verðbréfamarkaða og markaðstorga fjármálagerninga (MTF)],2)

    [9. ]1) verðbréfamiðstöðva,

    [10. ]1) lífeyrissjóða,

    [11. ]1) aðila, annarra en greinir í 1. tölul., sem heimild hafa lögum samkvæmt til þess að taka við innlánum.

    Lögin taka einnig til eftirlits með annarri starfsemi en greinir í 1. mgr. sem Fjármálaeftirlitinu er falið samkvæmt sérstökum lögum.

    [Lögin taka jafnframt til eftirlits og annarra verkefna gagnvart einstaklingum og lögaðilum sem Fjármálaeftirlitinu er falið að framkvæma samkvæmt ákvæðum sérlaga.]3)

    Um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi fer samkvæmt ákvæðum sérlaga og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.

    Þegar vafi leikur á um hvort starfsemi fellur undir þessa grein sker stjórn Fjármálaeftirlitsins úr.

    Muggur (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:58

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband