FEM: Bankarnir bera mestu ábyrgðina

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir ábyrgð á bankakreppunni fyrst og fremst liggja hjá stjórnendum bankanna. Seðlabankinn hafi þó átt að hafa eftirlit með lausafjárstöðu þeirra. Davíð Oddsson geri því of lítið úr ábyrgð Seðlabankans.

Það sé Seðlabankinn sem geti veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán með sérstökum kjörum og því sé eftirlit Seðlabankans með lausafjárstöðu bankanna sérstaklega mikilvægt. Sameiginlega beri Seðlabankinn og Fjármálaeftrilitið ábyrgð á að hafa ekki náð í gegn með þau varnaðarorð sem höfð voru uppi.

Davíð gagnrýndi stjórnvöld, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla, banka og eigendur þeirra harðlega í morgun vegna bankahrunsins.

Jón Sigurðsson bendir hinsvegar á að seðlabankastjórinn sé heldur hógvær fyrir hönd sinnar stofnunar að gera lítið úr eftirlitshlutverki Seðlabankans.

Bankanum sé ætlað að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hann ákveði bindiskyldu, setji reglur um lausfjárstöðu og gjaldeyrisjöfnuð og líti eftir með framkvæmd þeirra.

Jón segir Fjármáleftirlitið vissulega bera ábyrgð á eftirlit með eignum og skuldum einstakra banka og álagsprófum til að meta viðnámsþrótt eiginfjár þeirra gagnvart áföllum. Það verði þó að segjast eins og er að þessar aðferðir hafi ekki dugað nægilega vel þegar heimskreppa á sviði fjármála skall á. Endurmeta þurfi allt bankaeftirlit

Ábyrgðin á bankahruninu hér heima sé þó fyrst og fremst bankanna sjálfra og stjórnenda þeirra en ekki Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. ( ruv.is)

Vissulega bera bankarnir ábyrgð á eigin rekstri.En eftirlitsstofnanir og stjórnvöld brugðust eftirlitsskyldu sinni.

 

Björgvn Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

FME kennir bönkunum og ræður síðan flesta toppan í vinnu............

Sigurjón Þórðarson, 18.11.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband