Seðlabankinn og FEM komin í hár saman

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru komin í hár saman vegna hruns bankanna og kennir hvor öðrum um.Formaður bankastjórnar Seðlabankans  sagði í ræðu  sinni hjá Viðskiptaráði í gærmorgun,að Fjármálaeftirlitið hefði víðtækar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi bankanna og gæti sett inn í þá eftirlitsmenn en Seðlabankinn hefði engar slíkar heimilir.Einnig gagnrýndi hann ríkisstjórnina harðlega fyrir andvaraleysi í aðdraganda bankakreppunnar.Jón Sigurðsson formaður  stjórnar Fjármálaeftirlitsins svaraði gagnrýni formanns bankastjórnar Seðlabankans.Hann sagði ræðu hans bæði ósanngjarna og óskynsama.Hann sagði að Seðlabankinn gegndi víðtæku hlutverki  í því skyni að halda fjármálalegum stöðugleika og að viðhalda nægilegum gjaldeyrisvarasjóði.
Ýmsir virtir hagfræðingar aðrir töluðu um ræðu Davíðs og gagnrýndu hana,svo sem Gylfi Magnússon dósent.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband