Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Verjum velferðarkerfið
Björgvin Guðmundsson skrifar grein
í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Verjum velferðarkerfið.Þar er fjallað um breytt viðhorf vegna fjármálakreppunnar.Þar segir svo m.a.:
Ég byrjaði að skrifa um það strax eftir kosningar 2007, að það ætti strax að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um verulegar kjarabætur til handa öldruðum. Ég vildi,að Samfylkingin flytti tillögu um slíkar kjarabætur strax á sumarþinginu 2007. En það var ekki gert. Ég hélt málinu stöðugt vakandi í blaðagreinum, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og í 60+, stjórn eldri borgara í Samfylkingunni. Viðhorfið innan stjórnarflokkanna
var það, að ekkert lægi á. Kjörtímabilið væri rétt að byrja. Það væri ekki venjan að framkvæma miklar kjarabætur í byrjun kjörtímabils.Én ég lét ekki segjast og hélt baráttunni áfram. Nú er komið í ljós, að það hefði verið nær að efna kosningasloforðin við aldraða strax eftir kosningar á meðan peningar voru til.Ef það hefði verið gert stæðu eldri borgarar betur að vígi í dag en þeir gera. En þetta var ekki gert. Málunum var ítt á undan sér.Aðeins var hugsað um þá eldri borgara sem eru á vinnumarkaði en ekkert sinnt um að leiðrétta kjör þeirra eldri borgara,sem hættir eru að vinna. Það verður einnig að leiðrétta kjör þeirra.
Brýnast af öllu í dag er þó að verja velferðarkerfið.Það verður sótt að því.En félagshyggjumenn,jafnaðarmenn og ríkisstjórnin öll verða að slá skjaldborg um velferðarkerfið.Það má ekki skerða lífeyristryggingar aldraðra og öryrkja,það má ekki skerða heilbrigðiskerfið. Allir eiga áfram að fá ókeypis sjúkrahúsþjónustu án tillits til efnahags
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Athugasemdir
Takk f. þetta Björgvin. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.