Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Norðurlöndin lána okkur 2,5 milljarða dollara
Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir munu lána Íslendingum samtals 2,5 milljarð dollara. Frá þessi greinir finnska blaðið Kauppalehti í dag. Þá munu Rússar lána okkur 500 milljónir dollara auk þeirra fjármuna sem koma frá Póllandi, Færeyjum og Evrópusambandinu.
Forsætisráðherra sagði í byrjun vikunnar að þörf væri á 5 milljörðum dollara í íslenskt efnahagslíf, þar af koma 2 frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en lánsumsókn Íslendinga til sjóðsins verður tekin fyrir í dag. Miðað við það er nauðsynlegt fjármagn tryggt.(ruv.is)
Það er fagnaðarefni,að Finnnar,Svíar og Danir hafa nú loks ákveðið að lána okkur eins og Norðmenn höfðu ákveðið áður.Alls lána þessi lönd okkur 2,5 milljarða dollara..Með framlagi Pólverja,Færeyinga,Rússa og ESB verður þá komið það lán sem við þurfum og rúmlega það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.