Alþjóðlegu lausafjárkreppunni lokið?

Lausafjárkreppunni í fjármálaheiminum er lokið. Næsta skref er að endurbyggja hið raunverulega hagkerfi," sagði Kenichi Watanabe, forstjóri Nomura, við blaðamenn.

Watanabe bætti við, að fólk fylgdist nú með því hvernig ríkisstjórnir um allan heim bregðast við vandanum og vísaði með því til fyrirheita þjóðarleiðtoga á fundi 20 helstu iðn- og þróunarríkja í Washington um helgina. 

Hann sagði, að viðbrögð kínverskra stjórnvalda myndu skipta miklu máli fyrir endurreisn hagkerfa í Asíu.

Nomura Holdings keypti starfsemi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu og Evrópu þegar bandaríski bankinn varð gjaldþrota í september. Tap á rekstri Nomura nam 1,5 milljörðum dala á fyrri hluta fjárhagsárs fyrirtækisins vegna umrótsins á alþjóðlegum fjármáalamarkaði. 

Watanabe sagði, að stefnt væri að því að Nomura skilaði hagnaði eins fljótt og mögulegt er en ljóst væri, að fyrirtækið væri í mjög erfiðri stöðu. (mbl.is)

Nomura Holdings er eitt stærsta fjármálafyriitæki heims.Þeir vita því hvað þeir segja.Það var lausafjárkreppan í heiminum,sem felldi íslensku bankana. Svo það eru mikil tíðindi,að henni skuli vera lokið.Vonandi  þýðir þetta upphaf betri tíma.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Lausafjárkreppunni lokið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband