Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Alþjóðlegu lausafjárkreppunni lokið?
Watanabe bætti við, að fólk fylgdist nú með því hvernig ríkisstjórnir um allan heim bregðast við vandanum og vísaði með því til fyrirheita þjóðarleiðtoga á fundi 20 helstu iðn- og þróunarríkja í Washington um helgina.
Hann sagði, að viðbrögð kínverskra stjórnvalda myndu skipta miklu máli fyrir endurreisn hagkerfa í Asíu.
Nomura Holdings keypti starfsemi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu og Evrópu þegar bandaríski bankinn varð gjaldþrota í september. Tap á rekstri Nomura nam 1,5 milljörðum dala á fyrri hluta fjárhagsárs fyrirtækisins vegna umrótsins á alþjóðlegum fjármáalamarkaði.
Watanabe sagði, að stefnt væri að því að Nomura skilaði hagnaði eins fljótt og mögulegt er en ljóst væri, að fyrirtækið væri í mjög erfiðri stöðu. (mbl.is)
Nomura Holdings er eitt stærsta fjármálafyriitæki heims.Þeir vita því hvað þeir segja.Það var lausafjárkreppan í heiminum,sem felldi íslensku bankana. Svo það eru mikil tíðindi,að henni skuli vera lokið.Vonandi þýðir þetta upphaf betri tíma.
Björgvin Guðmundsson
Lausafjárkreppunni lokið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.