IMF:Hagstæður vöruskiptajöfnuður næsta ár en mikill samdráttur í landsframleiðslu

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir í yfirlýsingu, sem gefin var út í nótt eftir að lánveiting til Íslands var samþykkt, að Íslendingar muni glíma við erfiðleika og áætlun, sú sem gerð var um efnahagsuppbyggingu, sé háð afar mikilli óvissu og áhættu sem endurspegli hið fordæmalausa hrun íslenska bankakerfisins.

„Með þetta í huga hafa stjórnvöld einsett sér að viðhalda ákveðinni stefnu en eru einnig reiðubúin að bregðast við, ef kringumstæður breytast, í náinni samvinnu við sjóðinn.

Á sama tíma eru horfur Íslands til lengri tíma áfram jákvæðar vegna sterkra undirstaðna vel menntaðs vinnuafls, jákvæðs fjárfestingaumhverfis og auðugra náttúruauðlinda," segir John Lipsky, aðstoðarforstjóri gjaldeyrissjóðsins í tilkynningu. 

Þar kemur m.a. fram, að gert er ráð fyrir 9,6% samdrætti vergrar landsframleiðslu á næsta ári og 5,7% atvinnuleysi. Reiknað er með að skuldir ríkisins verði 108,9% af landsframleiðslu á þessu ári og 108,6% á því næsta. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að 10,3% afgangur verði af vöruskiptum á næsta ári og að viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 1% af landsframleiðslu en halli hefur verið á viðskiptum við útlönd í mörg ár.(mbl..is)

 

Ekkert í yfirlýsingu IMF kemur á

óvart.Þetta var allt komið fram áður. Enn vantar að heyra hvort IMF setti einhver fleiri skilyrði en hækkun stýrivaxta í 18%.Mér skilst,að ekki sé sett krafa um hallalaus fjárlög næsta ár enda ætlar ríkisstjórnin að halda uppi talsverðum frakvæmdum næsta ár til þess að skapa vinnu og mun ekki byrja niðurslurð að ráði í ríkisútgjöldum fyrr en þar næsta ár. Ég tel þetta skynsama stefnu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband