Föstudagur, 21. nóvember 2008
Katrín Júliusdóttir vill kosningar
Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir, að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ótímabært sé að ræða kosningar á næsta ári, engu breyta um sína skoðun í málinu. Kjörnir fulltrúar ættu að fá umboð sitt endurnýjað í ljósi breyttra aðstæðna.
Við stöndum frammi fyrir risavöxnu verkefni hér á landi á næstunni," segir Katrín í samtali við Vísi. Það er ekki nema eðlilegt að flokkarnir kynni fyrir landsmönnum hvernig þeir ætla að leysa úr því verkefni." Katrín er á meðal nokkurra þingmanna Samfylkingar sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að best væri að kjósa á ný til Alþingis í vor. Aðrir sem það hafa gert eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ellert B. Schram, Ágúst Ólafur Ágústsson auk ráðherranna Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Aðspurð hvort yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar breyti nokkru um hennar skoðun segir Katrín svo ekki vera.
Katrín segir heldur ekkert standa í vegi fyrir því að þingmenn geti ekki unnið vinnuna sína á næstu mánuðum þó boðað verði til kosninga. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Bylgjunni í morgun að þau Björgvin og Þórunn ættu að segja af sér þar sem þau væru ekki tilbúin til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem framundan sé. Fyrir utan það umboð sem ég tel að kjörnir fulltrúar þurfi að fá endurnýjað í ljósi hinnar breyttu stöðu í þjóðfélaginu er það einnig spurningin um breytingu á stjórnarskránni vegna mögulegrar ESB aðildar sem skiptir máli í þessu," segir Katrín.(visir.is)
Ljóst er,að stuðningur við kosningar á næsta ári eykst.Sumir vilja hafa kosningar snemma aðrir næsta haust.Nú hefur það einnig bætst við,að stjórnarandstaðan hefur flutt vantraustillögu á ríkisstjórnina. Það er langt síðan slík tillaga hefur verið flutt á alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.