Föstudagur, 21. nóvember 2008
Atvinnuleysi 4%
Einn af hverjum 27 vinnufærum mönnum er nú atvinnulaus samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Að meðaltali hafa um 186 skráð sig atvinnulausa hvern virkan dag í mánuðinum.
Forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun segir að skráningin hafi verið mest fyrstu daga mánaðarins en síðustu daga hafi um 140-150 skráð sig á atvinnuleysisbætur á degi hverjum.
Vegna mikillar vinnu við skráningu atvinnulausra hefur þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunnnar í Reykjavík þurft að grípa til þess ráðs loka fyrr á föstudögum eða í hádeginu.
Karl Sigurðsson hjá Vinnumálastofnun segir nákvæma tölu um fjölda atvinnulausra á reiki en nokkra daga geti tekið að fá endanlegar tölur úr rafrænni skáningu. Hann áætlar að á hádegi í dag hafi um 6600 verið skráðir atvinnulausir á landinu öllu. Frá áramótum og fram á sumar var atvinnuleysi aðeins eitt prósent. Nú er hinsvegar svo komið að tæp 3,8 prósent vinnandi fólks eru án atvinnu. Miðað er við að vinnumarkaðurinn telji 175 þúsund manns. Um 2600 hafa skráð sig á bætur það sem af er mánuðinum. Karl segir að uppsagnir á vinnuafli séu þó meiri enda streymi erlent vinnuafl úr landi. Þrjár hópuppsagnir hafa verið tilkynntar í mánuðinum á samtals 110 starfmönnum. Um er að ræða fyrirtæki í útgáfu- og þjónustustarfsemi.
Kynjaskipting atvinnulausra er ójöfn á bæði höfuðborgarsvæðinu og á Austurtlandi. Þar eru atvinnulausir karlar um 60 prósent atvinnulausra.(ruv.is)
Það kemur ekki á óvart að atvinnuleysi aukist.Það var búið að spá því og það mun aukast á næsta ári.Ríkisstjórnin ætlar ekki að draga úr framkvæmdum og það er er gott. það þarf að hamla sem mest gegn atvinnuleysi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.