Laugardagur, 22. nóvember 2008
Mótmælafundurinn: Kvótann aftur til þjóðarinnar
Mótmælafundi er í þann mund að ljúka á Austurvelli og hafa ræðumennirnir þrír lokið máli sínu. Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi, talaði um að Ísland hefði nú verið í heimspressunni sem aldrei fyrr og ekki af góðu, en sú ímynd sem listafólk okkar hefði skapað gegnum árin væri enn sterkari í hugum heimsins.
Síðastur tók til máls Sindri Viðarsson, sagnfræðinemi. Sindri sagðist hafa þá tilfinningu að vorið yrði bjart og að dagar fáfræði og sandkassaleikja í stjórnvöldum væru taldir. Þetta eitthvað erum við, sagði Sindri við mótmælendur á Austurvelli. Við ætlum að byggja betra samfélag og þeim skilaboðum þurfum við að bera áleiðs, þeim sem heima sitja og bera þrælslund í hjarta gagnvart stjórnvöldum.
Sindri vísaði einnig til orða Robert Z. Aliber hagfræðings sem ræddi málefni Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðustu viku. Sindri sagði orðræðu Alibers hafa haldið opnum möguleikanum fyrir einkavæðingu. Ég vil ekki einkavæða orkugeirann, ég vil ekki einkavæða heilbrigðisgeirann og ég vil enn síður einkavæða menntakerfið. Ég vil kvótann aftur til þjóðarinnar! Undir þetta tóku fundarmenn fullum rómi.
Að síðustu áréttaði Sindri að Íslendingar hefðu nú valið til að byggja upp nýtt Ísland. Höfum réttlæti í huga en ekki hefnd. Höfum náungakærleik í hjartastað og kaupum það síðasta sem keypt verður í langan tíma, betra samfélag sem byggir á jöfnuði en ekki spillijngu, það byggir á jöfnum auði en ekki flokksskírteinum, það byggir á samhjálp liðinna alda.
Eftir að formlegum mótmælum lauk var eftir fámennur hópur unglinga á aldrinum 13-16 ára grýtir nú Alþingishúsið tómötum og banönum og virðist það vera sami hópur og fyrir viku síðan. Mótmælin sjálf fóru hinsvegar friðsamlega fram sem fyrr.(mbl.is)
Ég tek undir orð Sindra um að kvótinn verði fluttur aftur til þjóðarinnar. Nú þegar ríkið þarf að taka erlend lán vegna bankahrunsins þarf ríkið á öllum fjármunum sínum að halda. Ríkið getur ekki látið úítgerðarmenn ráðskast lengur með kvótann eins og hann sé þeirra eign.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.