Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Skoðanakönnum:Stjórnarflokkar missa fylgi
Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn. Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun blaðsins í lok október, en 14,3 prósent kusu hann í síðustu þingkosningum.
Stærsti flokkurinn yrði, líkt og í síðustu könnun blaðsins Samfylking og segjast 33,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku til flokka myndu kjósa flokkinn. Það er aðeins minna fylgi en í síðustu könnun blaðsins þegar 36,0 prósent studdu hann. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn 23 þingmenn í stað 18 sem þeir hafa nú.
Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt þessu þriðji stærsti flokkurinn og segjast 24,8 prósent myndu kjósa hann. Samkvæmt því fengi flokkurinn 17 þingmenn, átta færri en flokkurinn hefur nú. 29,2 prósent sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn í síðustu könnun blaðsins, en 36,6 prósent gáfu honum atkvæði í síðustu kosningum.
Fylgi Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins breytist ekkert frá síðustu könnun blaðsins, þrátt fyrir að nýr formaður hafi tekið við í Framsóknarflokknum. 6,3 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því fjóra þingmenn. 4,3 prósent segjast myndi kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi flokkurinn samkvæóst ermt því engan þingmann, þar sem fimm prósenta marki er ekki náð til að fá uppbótarþingmann kjörinn. 3,3 prósent sögðust myndu kjósa annan flokk.(visir.is)
Þessi skoðanakönnun er athyglisverð.Hún sýnir,að stjórnarflokkarnir missa fylgi frá síðustu könnun. Sjalfstæðisflokkurinn er með 24,8% en Samfylking með 33,6%.Það er minna hjá báðum en í síðustu könnun.Málið er alvarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er,að kjósendur telja þann flokk bera höfuðábyrgð á fjármálakreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.