Eftirlaunamálin: Gott skref stigið

Á heimasíðu Samfylkingarinnar má lesa eftirfarandi:

"Áralangri baráttu Samfylkingarinnar fyrir afnámi eftirlaunaósómans fer að ljúka.  Í dag var lagt fram í ríkisstjórn nýtt frumvarp að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tekur til baka vægast sagt umdeild ákvæði sem ollu réttlátri reiði landsmanna í árslok 2003 og æ síðan.  Þar munar mestu um hækkun aldursákvæðis, lækkun réttindaávinnslu og síðast en ekki síst afnám tvöfalda kerfisins, þar sem þingmenn og ráðherrar hafa getað þegið eftirlaun á sama tíma og þeir þiggja full laun fyrir vinnu á vegum ríkisins.  Með afnámi tvöfalda kerfisins er gengið lengra en að afnema gildandi lög því það fyrirkomulag var við lýði í gamla kerfinu, merkilegt nokk þó aldursviðmið væri hærra."

Breytingarnar eru ekki afturvirkar,þannig að þeir ráðherrar,sem hættir eru störfum þurfa ekki að greiða til baka þau sérréttindi,sem þeir hafa notið undanfarin ár..Breytingin er ei að síður gott skref í réttlætis og jafnréttisátt. En eftir er ei að síður að jafna að fullu lífeyrisréttindi landmanna.Eftir sem áður hafa  hæstaréttardómarar,ráðherrar og jafnvel þingmenn meiri eftirlkaunaréttindi en almenningur. Það eru engin rök til þess. Það á að vera jafnrétti í þessu landi. Krafan  er : Afnemum öll sérréttindi og jöfnum   að fullu efftlaunaréttindi.

Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband