Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Bankahrunið: Íslendingar voru varaðir við
Morgunblaðið hefur rætt ítarlega um bankahrunið og birt ummæli erlendra og innlendra sérfræðinga,sem birt voru löngu fyrir hrunið.Ragnar Önundarson,Þorvaldur Gylfason,Gylfi Zoega og Gylfi Magnússon skrifuðu allir um bankana og miklar skuldir þeirra erlendis.Sérstaklega benti Þorvaldur á þetta.En allir þessir menn vöktu athygli á hættum,sem væru framundan í bankakerfinu. Einnig birtu erlendir sérfræðingar viðvaranir,eins og Lars Cristensen hjá Den Danske Bank og Richard Thomas hjá Merrill Lynch.Sá síðastnefndi gagnrýndi Seðlabankann og forsætisráðherra harðlega fyrir aðgerðarleysi.Hann spáði þjóðnýtingu bankanna.Jónas Fr.Jónsson hjá FEM sagði 16.jan sl.,að bankarnir hefðu alla burði til þess að þola óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum!Davið Oddsson sagði 11.apríl,að ekkert benti til þess að koma þyrfti bönkunum til bjargar á næstunni.Hann sagði að lausafjárstaða bankanna væri jafnvel betri en erlendra banka!
Svo virðist sem FEM og Seðlabanki hafi verið glámskyggn á vanda íslensku bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.