Eignir Kaupþings erlendis duga fyrir innstæðum ytra

Steinar Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir að ekki sé þörf á að taka lán til að greiða út innstæður sparifjáreigenda í erlendum útibúum. Kaupþing hefur þegar greitt út innstæður af Edge reikningum í 4 af 5 löndum.

Dr. Stefan Olbermann, segir að samkomulag liggi fyrir milli þjóðanna sem málið varðar, það er að segja Þýskalands, Bretlands, Hollands og Íslands. Það hafi líka verið eitt skilyrðanna fyrir samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þjóðverjar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir evra, 50 milljarða króna, til að greiða eigendum reikninga hjá Kaupþingi. 

Dr. Stefan Olbermann, talsmaður fjármálaráðuneytisins í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu að samkomulag liggi fyrir milli þjóðanna sem málið varðar, það er að segja Þýskalands, Bretlands, Hollands og Íslands. Það hafi líka verið eitt skilyrðanna fyrir samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þegar hefur verið greitt út í Svíþjóð 31 milljarður króna, svipaða upphæð í Noregi, rúmur hálfur milljarður króna í Austurríki og 26,7 milljarða króna í Finnlandi.  Hæsta upphæðin er í þýskalandi  50 milljarðar króna. Hvort formlegur samningur hefur verið undirritaður sé ekki ljóst og málið eigi eftir að fara fyrir þýska þingið. (ruv.is)

Það er ángjulegt að eignir Kaupþings erlendis   skuli duga fyrir innstæðum á sparireikningum bankans  ytra.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband