Meirihluti vill umsókn um aðild að ESB og evru

Rétt tæplega sextíu prósent, eða 59,6 prósent, segjast vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þetta er rúmlega níu prósentustigum minni stuðningur en mældist undir lok október í könnun blaðsins.

Það að stuðningur við umsókn dali á þessu tímabili kemur ekki á óvart, þar sem Evrópusambandið var í millitíðinni gagnrýnt fyrir að neyða Ísland til samninga um innistæðutryggingar, áður en hægt væri að afgreiða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eins og áður er mestur stuðningur við aðildarumsókn meðal kjósenda Samfylkingar og segjast nú 86,8 prósent þeirra vera fylgjandi aðildarumsókn, rúmum sex prósentustigum minna en í október. Stuðningur vinstri grænna við aðildarumsókn hefur dalað um tæp tíu prósentustig milli mánaða og segjast nú 45,5 prósent þeirra vera fylgjandi umsókn. (visir.is)

Þetta eru athyglisverðar tölur  og búast má við því að stuðningur við ESB aukist ef Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mælir með aðild að sambandinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband