Tillaga um vantraust á stjórnina afgreidd í dag

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina sem lögð var fram á Alþingi fyrir helgi verður afgreidd í dag. Umræðan hefst kl. 13.30 og lýkur 18.30. Þá verður kosið um tillöguna. Sjónvarpað verður frá umræðunni og útvarpað á Rás 2.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna illa rökstudda og að nú sé ekki rétti tíminn fyrir ríkisstjórnina að víkja. Hún segir það kannski útlátalítið fyrir sig og Samfylkinguna að standa bara upp og boða til kosninga um það hver eigi að taka til eftir kerfishrunið. Samfylkingin standi vel í könnunum en það sé bara ekki rétt að boða til kosninga nú.(ruv.is)

Ég er sammmála Ingibjörgu um að nú er ekki rétti tíminn fyrir stjórnarskipti. Það væri eðlilegra að gera það í vor,láta kjósa þá og fá nýja stjórn. Það þarf að vinna meira að björgunarastarfi áður en kosið er.

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband