Krafa almennings er kosningar

Fundarhöld almennings halda áfram með auknum þunga og krafa almennings um alþingiskosningar  verður stöðugt háværari.Það er alveg ljóst,að ekki verður komist hjá kosningum á næsta ári. Þjóðin vill að ráðamenn axli ábyrgð í kosningum. Það er eina  leiðin til þess að láta þá axla ábyrgð nema einhverjir stjórnmálamenn vilji segja af sér vegna bankahrunsins. Það er eðlilegt, að núverandi ríkisstjórn færist undan kosningum. Hún bendir á,að gera þurfi ýmsar ráðstafanir til björgunar heimilum,fyrirtækjum og þjóðfélaginu áður en unnt sé að kjósa. Það eru veigamikil rök.En það væri unnt að ákveða fljótlega hvenær kosningar eigi að fara fram þó þær verði ekki fyrr en næsta vor eða jafnvel ekki fyrr en næsta haust.Því fyrr sem kosningar verða ákveðnar því betra.Ef það verður ekki gert fljótlega getur hæglega  soðið upp úr á mótmælafundum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband