Valgerður Sverrisdóttir hikandi

Ég hefði áhuga á að leiða flokkinn ef ég væri sannfærð um að ég sé best til þess fallin. Ég er alls ekki sannfærð um það í dag." Þetta hefur Austurglugginn eftir Valgerði Sverrisdóttur, starfandi formanni Framsóknarflokksins.Valgerður hélt ræðu á fundi framsóknarmanna sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Þar sagði hún ýmsa innan flokksins vera að velta fyrir sér framboði.

Þá sagðist Valgerður undrast þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá því á laugardag að Samfylkingin bæri enga ábyrgð á hinni íslensku krísu. Hins vegar væri það svo spurning hversu mikla ábyrgð Framsóknarflokkurinn og hún sjálf sem fyrrverandi bankamálaráðherra bæri. Landsbankinn og Búnaðarbankinn hefðu verið seldir á hennar vakt í viðskiptaráðuneytinu

„Spyrja má hvort vitlaust hafi verið að selja bankana? Ég held ekki og var búin að upplifa að vera ráðherra með ríkisbanka og allt vafstrið i kringum það. Að pólitíkin ætlaði að stjórna flæði fjármagns bauð upp á hættur, svo ekki sé meira sagt. Það býður einnig upp á ýmis plott sem ég held ekki að séu æskileg í rekstri á fjármálafyrirtækjum," hefur Austurglugginn eftir Valgerði. Hún benti jafnframt á að bankarnir hefðu vaxið mjög frá því að hún var viðskiptaráðherra. (visir.is)

Ljóst er,að Valgerður er hikandi við að taka við flokknum enda ekki árennilegt verkefni eins og staðan er.En það eru ekki margir,sem koma til greina. Valgerður vill sjákfsagt fá áskoranir og mun bjóða sig fram ef hún finnur góðan stuðning. Einnig er Pall Magnússin hugsanlegur  frambjóðandi.

 

Björgvin Guðmundsson

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband