Vantrauststillagan var felld

Gengið var til atkvæða um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi nú rétt í þessu og var tillagan felld með 42 atkvæðum á móti 18.

Lítið kom á óvart í atkvæðagreiðslunni og greiddu þingmenn atkvæði með eða á móti eftir því hvar í flokki þeir standa. Þó greiddi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar.

Gripið var til nafnakalls í atkvæðagreiðslunni og gátu þingmenn gert grein fyrir atkvæði sínu. Ólöf Nordal, sjálfstæðisflokki, mismælti sig þó þegar hún var innt eftir sinni stöðu í málinu og sagði hún já, en var fljót að leiðrétta sig. (visir.is)

Það vakti athygli,að Kristinn skyldi greiða atkvæði með ríkisstjórninni. Það gæti bent til þess,að hann væri  á förum úr flokki frjálslyndra. Honum var bolað úr embætti þingflokksformanns fyrir Jón Magnússon og hefur ekki verið ánægður síðan.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband