Verðbólgan 20,8% á ársgrundvelli miðað við verðhækkanir sl. 3 mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,74% í nóvember og er nú 327,9 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 298,3 stig og hækkaði hún um 1,84% í nóvember, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Hækkun vísitölunnar er mun lægri en Greining Glitnis hafði spáð, en í henni var gert ráð fyrir að vísitalan hækkaði um 2,1%.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 3,6%, verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 6,5% og verð á fötum og skóm um 3,0%. Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 3,4%, verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum um 6,9% og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,0%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 1,1%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% sem jafngildir 20,8% verðbólgu á ári, eða 27,4% án húsnæðis.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2008, sem er 327,9 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2009. (visir.is)

Verðbólgan heldur áfram að aukast og þó hefur krónan enn ekki verið sett á  flot. En þegar svo verður má búast við,að verðbólgan taki  kipp. Ástandið er því mjög alvarlegt. Kjaraskerðingin eykst stöðugt.

 

Björgvin Guðmundsson


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband