ASÍ: Atvinnan skiptir mestu.Yfirstjórn Seðlabanka og FME víki

Alþýðusamband Íslands krefst þess að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. Þar vegi þyngst að verja atvinnu fólksins og því verði að leggja allt kapp á að halda uppi atvinnustigi í landinu og stemma stigu við fólksflótta.

Þetta kemur fram í ályktun fundar stéttarfélaganna sem haldinn var á Egilsstöðum í gærkvöld. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun, stéttarfélögin vilji nýjan grunn og nýtt fólk strax. Mikilvægt úrlausnarefni sé endurskoðun kjarasamningsins frá í febrúar.

Þá krefst fundurinn þess að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins víki tafarlaust og að skipuð verði óháð  nefnd sérfræðinga til að kanna hvers vegna þjóðin er komin í þessa stöðu.(ruv.is)

Ljóst er,að ekki verður um neinar kauphækkanir að ræða í nýjum kjarasamningum en ASI  krefst þess,að stjórnvöld tryggi atvinnuna. Þá gerir ASÍ kröfu til þess að stjórn Seðlabanka og FME víki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband