Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Hægagangur á undirbúningi frumvarps um rannsókn á bankahruninu
Reiknað er með að frumvarp allra flokka á Alþingi um rannsókn á vegum þingsins á orsökum og afleiðingum bankahrunsins verði kynnt í þingflokkum í dag.
Smíði frumvarpsins hófst fyrir þremur vikum undir forystu þingforseta. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið, síðast í fyrradag.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður frumvarpið ítarlegt að vöxtum enda talið mikilvægt að mæla skýrt fyrir um víðtækar heimildir rannsakenda. Meðal annars á að víkja til hliðar lögum um bankaleynd.(visir.is)
Það er mikil krafa í þjóðfélaginu ,að allt sem varðar bankahrunið verði rannsakað ofan í kjölinn. Verst er,að þingið veltist alltof lengi með þetta mál og tefur rannsókn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.