Bjarni Harðar segist hafa komið í veg fyrir áframhaldandi stjórn með íhaldinu

Bjarni Harðarson segist hafa komið í veg fyrir það eftir síðustu kosningar að Framsókn  héldi áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir þingmenn og fyrrum ráðherrar hafi viljað halda samstarfinu áfram svo flokkurinn héldi ráðherrastólum þó ráðherrar hefðu  fallið af þingi, Var ætlunin að kalla inn varaþingmenn fyrir þingmenn sem yrðu ráðherrar en Bjarni neitaði að taka þátt  í þeim leik. Tilkynnti hann,að hann mundi fremur segja af sér þingsætinu.Bjarni sagði,að sér hefði verið hótað af flokkseigendafélaginu vegna afstöðu sinnar.Fréttablaðið segir,að eftir kosningar sl. ár hafi Bjarni sagt,að hann mundi styðja stjórn með íhaldinu áfram þó hann kysi heldur,að Framsókn  yrði utan stjórnar!

Bjarni er að gefa út ritsafn um þessi mál. Það sem Bjarni upplýsir leiðir í ljós,að mikil spilling hefur verið í Framsóknarflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband