100 milljarða halli á fjárlögum

Það stefnir í að halli á fjárlögum næsta árs verði um eða yfir 100 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir 60 milljarða halla þegar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram 1.október. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í samtali við RÚV að tekjur ríkisins myndu dragast saman en útgjöldin að sama skapi aukast. Mikilvægt væri að huga að velferðarþjónustu og atvinnustigi í landinu.

Stefnt er að annarri umræðu um fjárlög næsta árs 10. desember og lokaafgreiðslu um miðjan desember.(mbl.is)

Þessi mikli halli á fjárlögum kemur ekki á  óvart.Ríkisstjórnin hafði lýst því  yfir,að hún mundi hafa fjárlögin með halla til þess að stuðla að nægum framkvæmdum í landinu og atvinnu. Til viðbótar við það þarf að gæta þess að velferðarkerfið verði ekki skorið niður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Yfir 100 milljarða halli á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband