Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Létu peningamarkaðssjóði kaupa í sínum eigin fyrirtækjum!
Eigendur Kaupþings virðast hafa látið peningamarkaðssjóði bankans kaupa í sínum eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankans, en selja í öðrum og traustari fyrirtækjum. Skýringin er sú að þeir voru komnir í lausafjárþröng en þetta gerði það að verkum að eigendur í peningarmarkaðssjóðum bankans töpuðu stórum fjárhæðum við fall bankans.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Hann hafi kallað eftir upplýsingum um málið í viðskiptanefnd Alþingis en menn neiti að láta þær að hendi í skjóli bankaleyndar. Atli segir að þingnefndum sé ítrekað neitað um upplýsingar um bankana. Í raun fái þær engar upplýsingar sem máli skipti(mbl.is)
Ef þetta er rétt sem Atli fullyrðir þá er það mjög alvarlegt mál og hlýtur af verða rannsakað af ranns
óknarefnd þeirri,sem alþingi er að koma á fót.
Björgvin Guðmundsson
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.