Mestu mótmælin á Austurvelli voru 30.mars 1949

Ísland gengur í Atlantshafsbandalagið, þrítugasta mars 1949.  Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli eftir hitafund við Miðbæjarskólann. Búist er við ryskingum og menn gera ráðstafanir.  Hægri menn hafa búið til sérstakar varasveitir lögreglunnar til að aðstoða lögreglu ef til átaka við mótmælendur kemur.

Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli í í október og nóvember 2008 eftir að bankakerfið er hrunið og svartasta efnahagskreppa sem skollið hefur á Íslandi nútímans, læsir klónum í þjóðina.

Kvikmynd frá 1949 eftir Sigurð Norðfjörð kvikmyndagerðarmann sýnir á einstakan hátt lögreglumenn og borgaralega aðstoðarmenn þeirra beita mótmælendur ofbeldi. Þess vegna var hún að sögn fjölskyldu hans bönnuð á sínum tíma eftir að hafa verið sýnd aðeins einu sinni í Austurbæjarbíói.

Þeir sem telja hörkuna sem hlaupin er í mótmælin núna tákn fyrir hnignun nútímans, ættu að hugsa sig tvisvar um. Jón Sigurðsson, standmynd sem steypt er í eir, veit betur þar sem hann gnæfir yfir mannfjöldann í miðju þessara beggja atburða.(mbl.is)

Ég var í skóla 30.mars 1949 þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst en kom þangað í lok fundar og sá allt ruslið á Austurvelli eftir fundinn.Það sem var sérstakt við' samkomuna á Austurvelli þennan dag var það,að bæði mótmælendur og stuðningsmenn inngöngu í NATO hvöttu menn til þess að mæta á Austurvelli. Flokkarniir,sem stóðu að ríkisstjórninni,Alþýðuflokkur,Framsókn og Sjálfstæðosflokkur hvöttu stuðningsmenn sína til þess að mæta. Og harkan var mikil.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband