Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Er gjafakvótinn upphaf ófaranna?
Þorvaldur Gylfason sagði á borgarafundinum sl. mánudagskvöld,að ef til vill væri gjafakvótinn upphaf ófara okkar í íslensku efnahagslífi.Tveir .þingmenn tóku undir þetta á alþingi í gær,þeir Ellert B.Schram og Jón Magnússon.
Með innleiðingu gjafakvótans hóf græðgisvæðingin innreið sína í íslenskt samfélag. Þá fengu örfáir útvaldir einkstaklingar úthlutað ókeypis verðmætum,sem þeir gátu síðan braskað með að vild og selt fyrir offjár,jafnvel milljarða síðustu árin.Með einkavæðingu bankanna fengu nokkrir vildarvinir þáverandi stjórnarflokka afhenta bankana á gjafverði. Þeir notuðu bankana í brask en ekki venjulega bankastarfsemi. Þeir létu bankana kaupa og selja fyrirtæki og skuldsettu þá svo mikið,að þeir fóru í þrot á 6 árum. Bankastjórar og bankaráðsmenn tóku sér ofurlaun og voru aldrei ánægðir. Þeir vildu alltaf meira og meira. Já,ef til vill byrjaði þetta allt með gjafakvótanum. Það er kominn tími til þess,að ríkið innkalli kvótann og taki hann í eigin hendur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er örugglega rétt hjá þeim.
Verður ekki undið ofan af þessu í nýja stjórnarsáttmálanum?
Hefur þú heyrt eitthvað um það?
Sigurður Þórðarson, 27.11.2008 kl. 16:02
var að koma úr bankanum eftir að hafa borgað af láni já láni sem eg tók til kvótakaupa það gleymist nefnilega oftast að megnið af þeim veiðiheimildum sem eru í umferð í dag hafa skipt um eigendur og hvers eigum við að gjalda á ekki bara að taka þettað af okkur og leifa okkur að halda áfram að borga af lánunum.
Unnsteinn Þráinsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.