Breytist afstaðan til Evrópusambandsins?

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Björgvin Guðmundsson undir fyrirsögninni: Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum.Þar segir svo m.a.:

Það eru mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum,að tveir stjórnmálaflokkar,Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, ætla að halda flokksþing í janúar n.k. og fjalla m.a. um afstöðuna til Evrópusambandsins.Miðað við samþykkt Framsóknar á síðasta miðstjórnarfundi flokksins má reikna með, að flokkurinn samþykki að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.Framsókn hefur þokast að því marki lengi  undanfarið.Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað sérstaka Evrópunefnd,sem fjalla á um afstöðuna til Evrópusambandsins og leggja niðurstöðuna fyrir landsfund flokksins,sem haldinn verður í lok janúar n.k. Búist er við því að það dragi til tíðinda í Evrópumálum hjá Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum.Samtök atvinnulífsins eru þeirrar skoðunar, að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og  hið sama er að segja um Alþýðusamband Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf sótt mikið fylgi til atvinnurekenda og ef flokkurinn ætlar að ganga  í takt við atvinnulífið  verður hann að breyta stefnu sinni varðandi ESB. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig  talsvert fylgi í verkalýðshreyfingunni og þar er enn  ákveðnari stuðningur við ESB  en hjá Samtökum atvinnulífsins. Fjármálakreppan rekur á eftir því, að ríkisstjórnin taki  afstöðu til ESB.Margt bendir til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn  breyti afstöðu sinni í Evrópumálum á landsfundinum í janúar og samþykki að sækja eigi um aðild að ESB. Ef það verður niðurstaðan yrðu það stórtiðindi íslenskum stjórnmálum.Ekkert er þó öruggt í því efni fyrr en landsfundur flokksins hefur afgreitt málið og búast má við talsverðum ágreiningi.
Afstaðan til ESB getur haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið. Það er á stefnuskrá Samfylkingarinnar að sækja eigi um aðild að ESB en í stjórnarsáttmálanum segir aðeins,að fylgjast eigi vel með öllum breytingum varðandi  ESB og láta hagsmuni Íslands ráða.Hins vegar hefur fjármálakreppan orðið til þess, að margir Samfylkingarmenn vilja að strax verði ákveðið að sækja um aðild að ESB. Margir telja, að umsókn um aðild að sambandinu mundi hafa góð áhrif og verða til  þess að auka traust  á okkur erlendis. Umsókn mundi  benda til þess að Ísland ætlaði  að skipa sér í sveit með þjóðum Evrópusambandsinds og stefndi að því að taka upp evru.Hávær krafa er um það hjá almenningi,að fram fari þingkosningar næsta vor.Menn telja, að á þann hátt axli stjórnmálamenn ábyrgð á því hvernig komið er í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Verði það  niðurstaðan  munu  kosningarnar snúast um fjármálakreppuna og Evrópusambandið.Taki Sjálfstæðisflokkurinn afstöðu með ESB mun það styrkja stjórnarsamstarfið.En ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir að sækja um aðild að ESB er meiri óvissa um framhald stjórnarsamstarfs.Það er þó vel hugsanlegt,að stjórnin haldi áfram ei að síður.Grasrótin í Samfylkingunnu mun þó telja nauðsynlegt, að stjórnarflokkarnir endurnýi umboð sitt og að fram fari þingkosningar.Ég tel víst, að í öllu falli leggi Samfylkingin höfuðáherslu á aðild að ESB í næstu kosningum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband