Gott hjá Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra neitar að framkvæmda 10% flatan niðurskurð í velferðarkerfinu.Það er gott hjá Jóhönnu. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina að skera niður um 10% í velferðarkerfinu. Það þarf fremur að efla velferðarkerfið nú,þegar atvinnuleysi dynur á landsmönnum og kjaraskerðing er gífurleg vegna gengishruns krónunnar og mikillar verðbólgu.Bankahrunið hefur komið illa við eldra fólk.Margt af því hefur tapað öllum ævisparnaði sínum.Margir eldri borgarar verða  nú að treysta   eingöngu á lífeyri almannatrygginga en hann er aðeins 150 þús. á mánuði fyrir skatta hjá einhleypingum,130 þús. eftir skatta. Það lifir enginn af því í dag eftir að erlendur  gjaldeyrir hefur hækkað um 100% í verði og margar matvörur hafa hækkað um 50%.Eina vörnin fyrir eldri borgara,öryrkja og láglaunafólk í dag er velferðarkerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband