Föstudagur, 28. nóvember 2008
Skorið niður um 600 millj, hjá RUV
Skorið verður niður í rekstri Ríkisútvarpsins og starfsmönnum fækkað til að koma til móts við erfiða rekstrarstöðu. Menntamálaráðherra segir jafnframt líklegt að staða RÚV á auglýsingamarkaði breytist.
Fréttablaðið segir frá því í dag að til standi að ná fram hagræðingu í rekstri Ríkisútvarpsins sem nemur allt að 600 milljónum króna. Meðal annars verði allt að 30 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins ekki staðfest en þó nokkrir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í morgun.
Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur boðað til starfsmannafundar eftir hádegi þar sem farið verður yfir rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins og nauðsynlegar aðgerðir vegna hennar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir stöðuna almennt erfiða á fjölmiðlamarkaði.
Þorgerður segir jafnframt líklegt að staða ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði muni breytast. Fjölmiðlanefndin, sem starfað hefur á vegum ráðherra í um tvær vikur, hefur fjallað um fjölmiðla og auglýsingamarkaðinn og skilar niðurstöðum sínum á allra næstu dögum. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en skoðar að takmarka stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, álit samkeppniseftirlitsins um RÚV á auglýsingamarkaði, niðurskurðartillögur stjórnar RÚV og nefskattinn til RÚV sem tekinn verður upp um áramót. Gert er ráð fyrir að niðurstaða nefndarinnar verði meðal annars í formi frumvarps sem taki gildi um áramót.(ruv.is)
Það er eðlilegt,að RUV skeri niður eins og nú árar í þjóðfélaginu. Mér hefur einnig oft fundist ansi mikið bruðl hjá stofnuninni.Það er t.d. eins og þáttagerðarmenn hafi frjálsar hendur með eyðslu,t.d. í fargjöldum og ferðakostnaði.Þá þyrfti að skera niður laun þeirra,sem hæst hafa launin og einnig mætti minnka hlunnindi þeirra. Hvort veggja er langt úr hófi fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.