Föstudagur, 28. nóvember 2008
Þeir,sem töpuðu í peningamarkaðssjóðum Landsbankans krefjast bóta
Hópur fólks sem tapaði fjármunum í peningabréfasjóði Landsbankans hefur ítrekað kröfur sínar um bætur. Hópurinn þingaði í gær með Elínu Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans og Ásmundi Stefánssyni, formanni bankaráðs.
Á fundinn mættu tæplega 200 mans sem tapað hafa rúmum þriðjungi sparnaðar í peningabréfum Landsbankans. Mikil reiði ríkir meðal eigenda peningamarkaðsbréfanna. Sú reiði beinist ekki síst að starfsfólki Landsbankans sem hvatti fólk á sínum tíma til að flytja fé sitt af innlánsreikningum yfir í peningabréf. Bréfin hafi verið kynnt sem Sparireikningur og því áhættulaus og án bindingar. Peningabréfin hafi ekki verið kynnt þannig að fólk ætti á hættu að tapa verulegum hluta höfuðstóls sparnaðar síns.
Fjárfestingarstefna sjóðsins var og harkalega gagnrýnd og ítrekaðar kröfur um að rannsakað verði hvort innherjar hafi verið í þeim hópi sem innleysti bréfin sín fáum dögum fyrir hrun bankans. Að minnsta kosti 70 milljarðar króna streymdu úr peningamarkaðssjóðum Landsbankans fáum dögum fyrir hrunið.
Á fundinum var upplýst að fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins hafi sagt upp störfum en ein krafa fjármagnseigendanna var að framkvæmdastjórinn yrði látinn víkja, m.a. vegna óskynsamlegra fjárfestinga og þess að sjóðurinn skilaði mestu tapi peningamarkaðssjóða gömlu bankanna þriggja.
Fólk sem átti fé í peningabréfasjóði Landsbankans vill að það sem sagt er tapað verði lagt á verðtryggða reikninga sem yrðu lausir eftir einhver ár. Skuldajöfnun kemur einnig til greina eða að eigendur peningabréfanna fái hlutabréf í nýju bönkunum. Þá hefur verið nefnt að þar sem um ríkisbanka er að ræða, geti skattaafsláttur komið til.
Eigendur peningabréfanna segjast ekki ætla að borga fyrir óábyrg vinnubrögð banka- og ráðamanna.(mbl.is)
Eðlilegt er,að mikil reiði ríki meðal þeirra,sem töpuðu fjármunum á því að leggja peninga í peningamarkaðssjóði.Mönnum var ráðlagt að leggja peninga sína frekar í þessa sjóði en á venjulegar sparisjóðsbækur. Ávöxtun væri mikið betri. Ekki mun hafa verið tekið fram,að þessu fylgdi áhætta. Finna þarf leið til þess að bæta fólki þessi töp og virðast mér þær leiðir sem fólkið hefur bent á vera skynsamlegar.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna? Las þetta fólk ekki smáaletrið?
Sé enga ástæðu til auka það sem ég þarf að borga vegna hruns bankanna. Á þá ekki að gera eitthvað fyrir þá sem eru að missa allt sitt af því þeir ösnuðust til að kaupa þak yfir höfuð sitt?
Nei þetta fólk verður bara að sætta sig við þetta alveg eins og allir hinir þurfa að sætta sig við skert lífskjör og tapaða peninga.
A.L.F, 28.11.2008 kl. 15:36
Alf, las fólkið sem tók gjaldeyrislán ekki smá letrið? Vissi það ekki að það gæti lent í erfiðleikum ef krónan myndi hrinja? Er ríkisstjórnin og lánveitendur ekki að koma til móts við þetta fólk?
Á bara að koma til móts við fólk sem skuldaði en ekki þá sem áttu pening? Eigum við ekki bara að leggja niður vertrygginguna svo allir þeir sem eru búnir að borga í lífeyrissjóði í gegnum ævina og eru skuldlausir missi lífeyrinn sinn til að skuldaranir fái húsin sín gefins?
Neinei látum bara spariféseigendur borga brúsann, þeir eiga hvort eð er full af seðlum sem þeir þurfa ekkert að nota og mega vel við að missa.
Þreyttur á þessu væli endalaust, það er jafnræði hérna og fólk sem er að fara að fram á að því verði bjargað á kostnað annara getur síðan vælt yfir svona máli. Fólk sem tók þessi lán vissi mætavel að það þyrfti að borga raunverði þess aftur og því þýðir ekkert að væla yfir verðbólgu og genginu. Þið eruð einfaldlega að borga til baka það sem þið fenguð lánað. Hins vegar þetta fólk ekki að fá til baka það sem það lánaði. Þarna er mikill munur á.
Viðar (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:06
Það má líka benda á að fjármagnseigendur sem urðu illa úti á viðskiptum við Landsbanka munu færa fjármagn sitt annað sem að öllum líkindum hefur alvarlega afleiðingar fyrir bankann.
Til A.L.F. þá las flest fólkið smá letrið og þar stóð að "inneign væri án áhættu" eða "örugg fjárfesting"! Þetta var fólki sagt munnlega og skriflega.
Áhættan á inneign í peningamarkaðsjóði var minni fyrir neyðarlög en almennum innlánarekning þar sem þar var innstæða bara tryggð fyrir 3 millj. Þetta var öruggasti kosturinn og bankafulltrúar bentu fólki á það.
Walter Ehrat (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.