Áttundi mótmælafundurinn á Austurvelli í dag

Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær.(visir.is)

Búist er við því,að fundurinn í dag verði sá fjölmennasti til þessa. Ég hygg,að almenningur sé byrjaður að sjá,að þessi mótmæli geti borið árangur.Hörður Torfason,sem stjórnar fundunum,segir,að þeim verði haldið áfram þar til þeir skili árangri: Stjórn Seðlabanka og FME fari frá og ákveðnar verði þingkosningar.Ég tel,að ríkisstjórni ætti að tilkynna mjög fljótlega að kosið verði í vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband