Laugardagur, 29. nóvember 2008
LÍÚ vill annan gjaldmiðil
Stjórn LÍÚ skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka upp einhliða annan gjaldmiðil. Áskorun þessa efnis var send stjórnvöldum síðdegis. Þar segir að frá því horfið var frá fastgengisstefnu árið 2001, hafi gengi krónunnar í raun verið stýrt með háum vöxtum.
Fyrir vikið hafi gengi krónunnar orðið allt of sterkt um margra ára skeið. Nauðsynlegt sé að grípa hratt til aðgerða til þess til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft. Koma þurfi í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og afstýra stórfelldu atvinnuleysi.(ruv.is)
Það eru talsverð tíðindi,að LÍU vilji taka upp annan gjaldmiðil.Samtökin vilja ekki ganga í ESB en væntanlega gætu þau hugsað sér að taka einhliða upp evru.Persónulega tel ég,að það mætti taka upp evru einhliða.Það tæki örstuttan tíma en auk þess kæmi til greina að taka upp annan gjaldmiðið,dollar,eða svissneska franka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.