Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Hagkaup hjápar fólki að halda jólin
Hagkaup veitir viðskiptavinum sínum nú lán til jólainnkaupa. Jólalánið er vaxtalaust með greiðsludreifingu í allt að 6 mánuði. Fyrsta afborgun er í byrjun mars. Lánið ber 3% lántökugjald af höfuðstól.Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir tilganginn að gera fólki kleift að halda jól. Hann óttast ekki að fólk geti ekki borgað lánin til baka þrátt fyrir árferðið.
Til að eiga kost á að taka Jólalán þurfa viðskiptavinir að hafa kreditkort, MasterCard eða Visa, og úttektarheimild þarf að vera næg. Að öðru leyti þurfa viðskiptavinir að uppfylla skilyrði raðgreiðslulána Borgunar hf.(ruv.is)
Hagkaup á þakkir skilið fyrir þetta framtak. Það mun koma mörgum vel fyrir jólin og að sjálfsögðu mun þetta auka viðskiðptin við Hagkaup,þannig að þetta verður beggja hagur.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér í alvöru að Hagkaup eigi einhverjar þakkir skildar? í þessu eins og öðru eru þeir einungis að hugsa um rassinn á sjálfum sér svo ekki minnki jólasalan hjá þeim. Svo hafa þeir ágætis innheimtutæki á sínum vegum sem þeir beita örugglega óhikað en kemur til vanskila. Vont tilboð þarna á ferð finnst mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 14:32
Hjartanlega sammála. Þetta er frábært framtak hjá Hagkaupum. Hvort sem er þá notar fólk mikið visa í desember og er þá að fá að dreifa þessu niður í einhverja mánuði, og þá með okur vöxtum. Þarna gefst fólki tækifæri að versla með visa vaxtarlaust! Frábært!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:40
Vaxtalaust lán? Hvað með þetta 3% lántökugjald af höfuðstól? Hvernig eru þessi raðgreiðslulán Borgunar h.f. (ruv.is)?
Ef ég ákveð að spandera 35.000,00 kr í jólainnkaupin hjá Hagkaup hvað þarf ég þá að borga áður en ég verð laus við lánið eftir 6 mánuði?
Agla (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:04
Þetta hljómar vel - mjög vel -
það gerðu líka auglýsingar bankanna ásínum tíma - lána allt - dreifa útum allt -
lá við að fólk fengi þá tilfinningu að það þyrftir bara ekkert að borga.
Ef einhver heldur að þetta sé einhver góðmennska hjá Hagkaumsfólki þá er það misskilningur.Með þessu mót ná þau fólki á klafann næstu 6 mánuði - fólk kaupi meira en það hefur efni á og situr svo í súpunni. HANN ÓTTAST EKKI AÐ FÓLK GETIR EKKI BORGAÐ LÁNIN ÞRÁTT FYRIR ÁRFERÐIÐ. Auðvitað ekki - allt inn á kortin og kortafyrirtækin sjá svo um að innheimta -
Það er vona að Björgvin fagni.
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:13
já þetta var það sem almenningur þurfti.. meiri lán ;)
Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.