Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Höft eða Evrópusambandið
Gylfi Zoëga, prófessor, segir í grein sem birt er á vefnum voxeu.org, að Íslendingar eigi um tvo kosti að velja: afturhvarf til tíma haftakerfis eða áfram inn í Evrópusambandið. Landið verði að velja síðarnefnda kostinn vilji það koma í veg fyrir að vel menntað ungt fólk flytji frá landinu.
Í greininni fer Gylfi yfir aðdraganda bankahrunsins á Íslandi og afleiðingar þess. Hann segir að aðalorsök hrunsins sé að bankakerfið hafi vaxið þjóðinni yfir höfuð með tilheyrandi lánsfjárframboði, fasteignabólu og skuldsetningu.
Seðlabankinn hafi brugðist við með því að hækka stýrivexti jafnt og þétt úr 5,3% árið 2003 í 15,25% árið 2007. Þetta hafi hins vegar ekki komið í veg fyrir þenslu og bóluna sem myndaðist á undan fallinu. Þvert á móti virðist aðgerðirnar hafa nært bóluhagkerfið.
En það hlýtur að hafa verið öllum ljóst undir lokin að það (hagkerfið) var knúið áfram af skuldasöfnun sem ekki var hægt að viðhalda til lengdar og að fjármálakreppa var að verða óhjákvæmileg. Ísland hefði fengið á baukinn þótt umrótið á alþjóðamarkaði hefði ekki verið til staðar. (mbl.is)
Þeim fjölgar nú stöðugt,sem telja,að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Höftin eru innan ESB mun meiri heldur en nokkurntíman utan þess. í staðinn fyrir að geta verslað að vild við allan heiminn þá munum við bara getað verslað eins og stóru ríki ESB vilja versla.
ESB er hafta og tollasambandan nokkura ríkja í stað eins og var hér áður fyrr.
ESB eins og trúboðarnir hafa boðað sambandsríkið er mikil og góð töfralausn. vandinn er að töfralausnir eru ekki til og menn eru að boða þetta til þess að fórna 40 til 50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar um von og óvon um að fá eitthvað.
samkvæmt öllum nema íslenskum ESB sinnum, ÖLLUM. þá munum við ekki fá undanþágu frá stofnsáttmálasambandsins um sameiginlega fiskveiðistefnu. semsagt það er verið að fórna meiru fyrir minna.
Fannar frá Rifi, 30.11.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.