Er Seðlabankinn yfir viðskiptaráðuneytinu?

Það hefur komið  í ljós,að mikil mistök hafa orðið við setningu nýrra laga um gjaldeyrismál og útgáfu á reglum Seðlabankans um sama efni: Fjárfestingar erlendra aðila  á Íslandi eru bannaðar.Menn þurfa að láta segja sér þetta tvisvar en þetta er staðreynd. Nýleg fyrirtæki hér sem framleiða  vöru til útflutnings t.d. tölvuleiki og hugbúnað ýmsan  fá nú ekki erlenda fjárfesta,þar eð þeim er bannað að fjárfesta hér. Maður hefði haldið,að Íslandi væri    mikil þörf á erlendum gjaldeyri meira en nokkru sinni fyrr og því ætti að greiða fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi en ekki öfugt. Jón Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra  segir í viðtali við  Fréttablaðið  " ólíklegt,að lögin hamli fjárfestingu erlendra aðila hér"! Af hverju veit ráðuneytið þetta ekki með vissu? Jú,það er vegna þess,að Seðlabankinn er farinn að  valta yfir viðskiptaráðuneytið  og virðist  á stundum meiru en ráðuneytið.Þó segir í lögunum,að Seðlabankinn megi gera hinar og þessar ráðstafanir í gjaldeyrismálum að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Þegar ég vann í viðskiptaráðuneytinu 1964-1981  heyrði Seðlabankinn undir viðskiptaráðuneytið. Á því lék enginn vafi. Nú heitir svo,að Seðlabankinn heyri undir forsætisráðuneytið. En það er út í hött. Seðlabankinn á að heyra undir viðskiptaráðuneytið.

Í skýringum á reglum Seðlabankans  um fjármagnshreyfingar til landsins segir svo:


 Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum, sem felur í sér hreyfingu fjármagns til landsins er óheimil. Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti eða aðrar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldeyri með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í innlendum fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands. Fjármagnshreyfingar vegna yfirfærslu eða flutnings á fjármunum frá landinu sem tengjast sölu á beinum fjárfestingum eru óheimilar. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband