Mánudagur, 1. desember 2008
Krónan komin á flot
Gengi krónunnar hefur fallið um tæp 3% í morgun en krónan var sett á flot á föstudag, þó með þeim takmörkunum sem fylgja reglum Seðlabankans. Gengisvísitalan er komin yfir 250 stig. Bandaríkjadollar er nú tæpar 148 krónur, pundið 222 krónur og evran 187 krónur.
Krónan hefur fallið um tæp 20% gagnvart evru frá miðjum október. Í morgunkorni Glitnis kemurm fram að forsendur séu fyrir því að krónan styrkist til lengdar en til skemmri tíma gæti hún lækkað enn meira núna þegar hömlur á almenn gjaldeyrisviðskipti hafa verið afnumin.(ruv.is)
Menn eru mjög hræddir um að krónan hrapi.Þess vegna er henni handstýrt að hluta,þannig að hún
flýtur ekki alveg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.