Nokkur hundruð á mótmælafundi á Arnarhóli

Nokkur hundruð manns hafa safnast saman á Arnarhóli þar sem Borgarahreyfingin boðaði til fundar kl. 15. Hreyfingin hvetur landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á fundinn.

 

 

Borgarahreyfingin er regnhlífarsamtök þeirra hópa sem að undanförnu hafa haft sig í frammi „vegna þess gjörningarveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina,“ líkt og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

 

Frummælendur á fundinum voru eftirfarandi:

Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál. Fundarstjóri er Edward Huijbens landfræðingur.  (mbl.is)

Það er til marks um mikla undiröldu í þjóðfélaginu hvað mikið er um fundarhöld,mótmælafundi og aðra fundi.Sennilega mun þessum fundum ekki ljúka fyrr en orðið verður við einhverjum af kröfum mótmælenda.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Þjóðfundur á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvenær skyldi sá dagur renna upp að réttar tölur um fjölda mótmælenda rati á forsíður fjölmiðlanna?? Það voru rúmlega 2000 manns samankomnir þarna..ekki nokkur hundruð!!!  Magnað hvað á að telja þessi mótmæli niður endalaust. En Þetta sýnir samt svart á hvítu hversu áreiðanlegir fjölmiðlarnir eru í fréttaskýringum sínum..fólk er farið að sjá svo í gegn um þetta og misssir stöðugt meira traust á þessum svokölluðu fréttamönnum. Hlægilegt bara!! Hverju öðru ljúga þeir??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband