Miðvikudagur, 3. desember 2008
Stöndum vörð um velferðarkerfið
Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra neitar að skera niður um 10%
í velferðarkerfinu eins og fjármálaráðherra fer fram á.Jafnaðarmenn styðja hana heilshugar í þeirri baráttu hennar. Það kemur ekki til greina að skera velferðina niður.
Í stjórnarsáttmálanum segir svo um málefni aldraðra og öryrkja:Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Unnið verði að einföldun almannatryggingarkerfisins. Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar.
Nefnd um endurskoðun almannatrygginga á að vera búin að ljúka störfum og skila áliti til ráðherra.Ekkert hefur heyrst um störf nefndarinnar.Jóhanna lýsti því nýlega yfir í sjónvarpsviðtali,að þrátt fyrur kreppuna mundi endurskoðun almannatreyggingakerfsins fara fram.Fróðlegt verður að sjá niðurstöður nefndarinnar.Ekki er víst,að nefndin hafi látið kreppuna hafa mikil áhrif á sig. En annað er hvað Jóhanna og ríkisstjórnin gerir með tillögur nefndarinnar.
Frá því að ríkisstjórnin kom til valda hefur verið dregið verulega úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu.Hins vegar hefur lífeyrir aldraðra,sem ekki eru á vinnumarkaði lítið sem ekkert verið hækkaður.Lífeyrir aldraðra var 100% af lágmarkslaunum verkafólks í fyrra.Hlutfallið fór í 93,74% eftir kjarasamningana í feb. sl. Nú er það komið á ný í 100% af lágmarkslaunum og rúmlega það.Samfylkingin lofaði að gera meira fyrir aldraðra en það fór ekki allt inn í stjórnarsáttmálann.Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldraðra og öryrkja.Ekki er nóg að styrkja stöðu þeirra,sem eru á vinnumarkaði.Það verður einnig að bæta stöðu þeirra sem hættir eru að vinna. Það er eftir og verður að gerast þrátt fyrir kreppuna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.