Staða öryrkja er mjög slæm

Öryrkjar sitja á botni þjóðfélagsins, segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins. Þeir standa verst á vinnumarkaði og framfærslubæturnar nægi ekki. Langstærsti hópurinn sem leiti neyðarhjálpar séu öryrkjar.

Halldór segir að staða öryrkja sé verst hvert sem litið er hér á landi og langverst hjá öryrkjum sem búi í útlöndum; bætur þeirra hafi orðið að nánast engu. Framfærslubætur eru misjafnar en samkvæmt reglugerð á enginn að fá minna en 150.000 krónur í bætur fyrir skatta. Margir öryrkjar fá því framfærslu upp á 130.000 krónur á mánuði.

Halldór segir að beinar aðgerðir þurfi nú til að laga stöðu öryrkja og hann treysti því að fyrirhuguð hækkun bóta verið að veruleika en samkvæmt lögum um almannatryggingar eiga þær að hækka um áramótin. Halldór hvetur atvinnurekendur til að halda fötluðu fólki í vinnu en í öryrkjar eru um 14.000.(ruv.is)

Kjör öryrkja eru skammarlega lág.Þaðl lifir enginn sómasamlegu  lífi af 130 þús. kr. á mánuði. Húsaleiga getur verið hátt í 100 þús. og þá er lítið eftir til framfærslu. Þessi kjör verður að laga enda kveðið svo á í stjórnarsáttmála að það verði gert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband