Launaruglið í bönkunum heldur áfram

Það er með ólíkindum,að þó bankarnir séu orðnir ríkisbankar þá heldur launaruglið í bönkunum  áfram.Bankastjórar nýju ríkisbankanna eru með tvöfold laun forsætisráðherra.Þeir eru með 1800-1900 þús. á mánuði. Það er að vísu aðeins brot af því sem  bankastjórar einkabankanna höfðu en það er samt úr öllum takti við laun æðstu embættismanna ríkisins nema forseta Íslands.Hvaða rök eru fyrir því að forstjórar rikisbanka hafi hærri laun en forstjórar annarra ríkisstofnana og ráðherrar.Það eru engin rök fyrir því. Það á   að lækka laun bankastjóranna niður í 800 þús.á mánuði.Það eru fullboðleg laun fyrir þessi störf. Ef nýju bankastjórarnir vilja ekki sæta því er unnt að fá nóg af hæfileikariku fólki,sem tilbúið er að vinna á þessum launum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband