Þorvaldur vill stjórnarskipti strax

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar ræðir hann m.a. um nauðsyn stjórnarskipta strax. Samtímis telur hann að skipta eigi um yfirstjórn Seðlabankans.Þorvaldur hefur margoft rökstutt þessar kröfur sínar. Hann telur,að stjórnvöld hafi gert mestu mistök alls lýðveldistímans með því að láta allt fjármálakerfið hér fara á hliðina. Hann segir,að íslenskum stjórnvöldum hafi verið bent á það snemma á þessu ári að þau ættu að snúa sér til IMF.Ef þau hefðu gert það séu góðar líkur á því að komist hefði verið hjá bankahruni.

Þorvaldur segir,að ríkisstjórnin eigi strax að segja af sér.Forseti Íslands eigi síðan að skipa utanþingsstjórn sem starfi fram að næstu kosningum.Einnig telur hann koma til greina að mynda þjóðstjórn,sem starfi fram að kosningum.

Ég er ekki eins róttækur og Þorvaldur í þessum efnum.Ég tel,að ákveða eigi strax nýjar kosningar næsta vor. Það mundi róa þjóðina og skapa betri starfsfrið. En það verður ekki komist hjá kosningum í vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband