Getur Davíð snúið aftur í pólitík?

Það eru forsíðufréttir í Mbl. og Fréttablaðinu  í dag,að Davíð Oddsson  ætli að snúa aftur í pólitík ef hann verði látinn hætta í Seðlabankanum.Sennilega er þetta aðeins hótun,sem ekki verður staðið við. En segjum sem svo,að Davíð vilji snúa aftur í stjórnmál. Hvernig mundi það ganga? Davíð var mjög öflugur stjórnmálamaður og hann er á góðum aldri.En "comeback" í stjórnmál er erfitt. Gunnari Thoroddsen tókst það  að vísu en það er ekki víst,að Davíð mundi leika það eftir.Hann ætti  þá tvo kosti: Að reyna fyrir sér innan Sjálfstæðisflokksins eða stofna nýja flokk.Líklegt er að hvor leiðin sem farin væri mundi valda klofningi Sjálfstæðisflokksins.Davíð er í dag mjög umdeildur. Það er ólíklegt,að hann yrði samþykktur á ný sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.Geir er sterkur í Sjálfstæðisflokknum í dag og yngri menn vilja komast að. Sennilega yrði auðveldara fyrir Davíð að stofna nýja flokk. En það mundi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og það yrði erfið ganga að ná upp nýjum flokki. Reynslan sýnir það.Davið þarf því að hugsa sig vel um áður en hann ákveður að fara í pólitík á ný. Sennilega er best fyrir hann að  breyta ekki þeirri mynd sem hann hefur í dag sem stjórnmálamaður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Svarið er NEI. Davíð getur ekki snúið aftur í pólitík.

Það er ekki hægt að era Davíð og Gunnar Thoroddsen saman sem stjórnmálamenn. Gunnar komst áfram af lagni og lipurð en Davíð beitir þjösnaskap og frekju. Gunnar var hlýr maður en Davíð er fráhrindandi. Það var alltaf gaman að hlusta á Gunnar hlada ræður, hvort sem maður var sammála honum eða ekki.  Maður verður þreyttur á ræðum Davíðs.  Og það sem skiptir miklu máli er að Gunnar naut virðingar þegar hann gerði sitt "come back" en svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar nánast hati Davíð.  Það er ekki gott veganesti fyrir stjórnmálamann sem vill komast á topinn aftur.

Dunni, 4.12.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband